Ég er búin að ætla mér mjög lengi að læra að prjóna tvo hluti á einn hringprjón... Í gær lét ég loksins verða að því. Það vill oft vera þannig að maður miklar hlutina svoldið fyrir sér og ég hélt einmitt að þetta væri alveg hrikalega flókið. En svo þegar ég var byrjuð, þá var þetta bara ekkert mál !!! Ég notaði bara þetta myndband hér. Og í gærkvöldi kláraði ég að ganga frá vettlingunum sem ég prjónaði á eldri strákinn minn. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn fljót að prjóna eitt vettlingapar. Þannig að þetta er bæði fljótlegra og skemmtilegra, svo ég tali nú ekki um að eiga ekki hinn vettlinginn eftir þegar þú ert búin með annan :)
Hér koma svo nokkrar myndir af ferlinu :)
Búin með tvær umferðir, með myndbandið til hliðsjónar :)
Komin að þumlum :)
Komið að úrtökunni.
Og vettlingarnir tilbúnir. Og frumburðurinn fór glaður í leikskólann með nýju vettlingana sína :)
2 comments:
Snidugt. Thu ert svo klàr!! ;)
Sniðugt hjá þér :)
Post a Comment