Thursday, March 25, 2010

Barnahúfa

Ég prjónaði þessa sætu húfu um daginn. Húfuna er auðvelt að prjóna og sniðið á henni er alveg frábært og húfan liggur vel að andliti barnsins en fer samt ekki ofan í augu.

Uppskriftina fékk ég í bókinni Prjónaperlur. Eins og komið hefur fram hér a síðunni, þá er ég nýbúin að taka upp prjónana aftur eftir að hafa varla snert prjóna síðan í grunnskóla. En í þessari frábæru bók eru margar flottar og auðveldar uppskriftir, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Ég mæli því eindregið með bókinni fyrir alla prjónara :)


Hér er svo yngri sonur minn með húfuna :)

3 comments:

Anna Lisa said...

Hùfan er rosalega flott!!!

Fríða :) said...

Takk fyrir, hún er líka mjög hlý :)

Anonymous said...

I have read so many articles concerning
the blogger lovers however this piece of writing is truly a nice paragraph,
keep it up.

Also visit my page the tao of badass