Monday, April 26, 2010

Skrímsla-rass

Ég var að enda við að klára að prjóna þessar sætu skrímsla-rass buxur á eldri strákinn minn sem er tæplega 4 ára.

Ég setti link á uppskriftina hérna til hliðar undir "prjónauppskriftir"

Ég breytti reyndar uppskriftinni aðeins. En ég prónaði 10 umferðir í stroff (2 sléttar og 2 brugðnar) svo gerði ég eina gata umferð og svo aftur 10 umferðir í stroff. Svo sleppti ég útaukningunni í rassinn ( því að ég hef heyrt að buxurnar poki á rassinum ef barnið sem á að nota buxurnar er hætt með bleyju) Semsagt prjónaði bara slétt þar til stykkið mældist c.a. 15 cm með stroffi. (Ágætt að mæla það samt við barnið sem á að fá buxurnar). Svo setti ég bara rauðann lit þar sem ég vildi hafa munninn. Og þá bætti ég inn lykkjum fyrir skrefbót. Svo mældi ég bara hvað ég þurfti að hafa skálmarnar langar.

Strákurinn var sko heldur betur ánægður með skrímsla-buxurnar sínar. En hann var búinn að segja við mig að hann vildi hafa tungu á þeim og tennur :)

8 comments:

Anna Lisa said...

Rosalega flottar buxur hjà thèr!!!

Fríða :) said...

Takk fyrir :)

mamma said...

Þú ert nú meiri prjónakerlingin Fríða mín mjög flottar buxur og allt prjónalessið.

Fríða :) said...

Takk fyrir :)

Unknown said...

góð síða hjá þér.. takk fyrir linkinn á uppskriftina.

kv. Ása mamma hans Hauks Braga

Fríða :) said...

Takk fyrir :) Já, það er bara flott ef þú getur notað uppskriftirnar hérna :)

Inga Sonja said...

þetta er frábær síða hjá þér takk fyrir. Inga Sonja

Anonymous said...

An impressive share! I have just forwarded this onto a colleague who
was doing a little research on this. And he in fact ordered
me lunch due to the fact that I found it for him.
.. lol. So allow me to reword this.... Thank YOU for the meal!
! But yeah, thanks for spending some time to discuss this subject here on your internet site.


Also visit my homepage - tao of badass