Wednesday, May 26, 2010

Heimalitað garn

Ég var að dunda mér við að lita garn heima og fékk þessa líku flottu liti :) Eldri sonurinn er búinn að velja sér hnykil sem hann vill að ég prjóni vettlinga á hann úr !!!En þetta er mjög einfalt. Ég setti vatn og edik í pott. C.a. einn dl af ediki á móti 2 af vatni, lét suðuna koma upp. Setti þá garnið út í vatnið og létt bulla nokkrum sinnum, eða þar til garnið var orðið blautt í gegn. Svo var ég búin að blanda Wilton matarlitum í vatn og hellti yfir garnið. Einn lit á sitthvorn endann á dokkunni og einn lit í miðjuna. Svo tók ég garnið upp úr áður en litirnir blönduðust saman. (Þá hefði garnið bara orðið brúnt) Lét garnið svo þorna og skolaði það upp úr köldu vatni. Lét það svo þorna aftur og þvoði það svo upp úr sápu.

Einfalt og skemmtilegt :) Ég hlakka svo til að byrja á vettlingunum. (Þarf bara að klára einar skrímslabuxur fyrst)

12 comments:

mamma said...

Sniðugt að lita garnið.

Vala said...

fallegir litir hjá þér, hlakka til að sjá vettlingana.

Mjög flott blogg hjá þér líka, er komið í favorites hjá mér :)

kv. Vala

Guðrún said...

En flott...en hvaða garn notarðu? Spyr bara af einskærri forvitni!

Fríða :) said...

Takk fyrir :) Ég notaði superwash ullargarn úr rúmfatalagernum sem heitir Merino Blend. Þetta græna var hvítt, en þeta með appelsínugulu tónunum var ljósbrúnt eða eiginlega beige litað. En ég held að það sé hægt að lita allt ullargarn svona.

Guðrún said...

Þetta líst mér vel á!!

Fríða :) said...

Já, þetta var mjög gaman, en ég held að það verði svo enn skemmtilegra að prjóna úr garninu ;)

Hafdís said...

Ekkert smá gaman að fá að fylgjast með. Frábært ...
kv. Hafdís

Fríða :) said...

Takk fyrir Hafdís :)Gott að þú hefur gaman að síðunni minni :)

Elín said...

Þessir litir eru ekkert smá flottir. Þessi græni er ÆÐI!

Fríða :) said...

Takk fyrir :) Ég er byrjuð að prjona vettlinga úr þessum appelsínugula :) Set svo mynd hér inn þegar ég er búin með þá :)

jenna said...

Takk fyrir þessar skýringar og góða síðu :)Er búin að lita nokkrar tilraunir og kom bara vel út.Kveðja Jensey

Anonymous said...

You're so cool! I don't believe I have read through a single
thing like that before. So good to find somebody with some genuine thoughts on this topic.
Really.. thanks for starting this up. This website is
something that's needed on the internet, someone with some originality!

my web site: the tao of badass