Tuesday, June 1, 2010

Skrímslabuxur Nr 2 tilbúnar :)

Jæja, þá er ég búin með skrímslabuxurnar fyrir yngri soninn :) Hann var sko heldur betur ánægður með buxurnar, það er sko EKKERT skemmtilegra en að eiga eins buxur og stori bróðir ;)

Skelli inn nokkrum myndum af honum í buxunum :) Uppskriftin er svo hérna til hægri, undir "uppskriftir" Ég reyndar breytti þeim aðeins en ég var búin að skrifa hérna inn hvernig ég breytti þeim, en það er aðeins neðar, þar sem ég setti inn myndir af skrímslabuxunum fyrir frumburðinn :)

Hérna eru báðar buxurnar :) Bláu eru á eldri strákinn og brúnu á þann yngri :)

Hann þurfti að sjálfsögðu að sýna mér "skrímsla-rassinn" :)


Þær passa mjög vel á hann, þó svo að hann sé enn með bleyju og ég sleppti útaukningunni á rassinum :)


Litli kall var svoooo ánægður neð nýju buxurnar sínar :)

4 comments:

Anonymous said...

æðislega flottar hjá þér

prjónakveðja

Ína (ókunn)

Fríða :) said...

Takk fyrir hrósið !! Og takk fyrir að kvitta :) Það er svo gaman að fá komment frá þeim sem kíkja á síðuna mína :)

mamma said...

Mjög flott hjá þér Fríða mín.

Fríða :) said...

Takk fyrir :)