Ég var að ljúka við þetta litla sett. Húfa og vettlingar sem ég prjónaði úr baby garni sem ég keypti í Europris. Prjónarnir voru númer 2,5. Mér fannst þetta bara koma ágætlega út svona munstrað. Svo verð ég nú að segja að mér finnst dokkan duga ótrúlega vel, eftir að ég er búin að klára bæði húfuna og vettlingana, er alveg hálf dokka eftir :)
Uppskriftin kemur alveg úr kollinum á mér, ég semsagt skáldaði hana bara jafnóðum og ég prjónaði. Mér finnst það oft koma vel út, og þá verður stykkið líka yfirleitt alveg eins og maður vill sjálfur :)
En hér kemur svo mynd af settinu :)
Svo langar mér að segja ykkur frá því að bloggið mitt er tilnefnt til íslensku vefverðlaunanna 2011. Verðlaunaafhending fer svo fram föstudaginn 3.febrúar. Fyrir mér er þetta ótrúlega flott viðurkenning fyrir bloggið mitt og greinilegt að það sem ég er að gera hérna er að skila sér áfram :) Og hvernig sem fer, þá er ég ótrúlega ánægð með þann árangur að komast í úrslit. Það er stórt afrek út af fyrir sig :)
Takk kæru lesendur fyrir að lesa bloggið mitt. Ég held áfram með prjónana mína og bloggið með bros á vör, eins og vanalega :)
Hér er linkur á þær vefsíður sem eru tilnefndar í nokkrum flokkum.
Kveðja, Fríða
6 comments:
Þetta er gaman Fríða mín til hamingju :)
Til lukku enda bæði skemmtilegt og fróðlegt :)
Vá geggjað.
Innilega til lukku með tilnefninguna c",)
Til hamingju með þessa fráæru síðu sem er virkilega skemmtilegt að skoða.
kær kveðja
Anna
Takk fyrir :) Gaman að fá komment frá ykkur :) Takk fyrir að kíkja á síðuna mína. Vona að hún verði ykkur bæði til gamans og gagns.
I’m not that much of a internet reader to be honest
but your blogs really nice, keep it up! I'll go ahead and bookmark your website to come back later on. All the best
Also visit my web blog: tao of badass
Post a Comment