Enn og eftur var strákunum farið að vanta húfur, þannig að ég skellti í tvær fyrir þá. Ég var ekki með neina uppskrift af þeim, en ég notaði merino blend superwash ullargarn (ég elska superwash garn ) og prjóna númer 4. Þegar ég var svo búin að prjóna á þá, þá fannst mér ég eiginlega verða að prjóna eina húfu á stelpuna líka :) Ég prjónaði pixie húfu á hana, en uppskriftin af henni er hér til hliðar undir "prjónauppskriftir". Ég reyndar breytti henni örlítið, tók upp lykkjur allan hringinn og prjónaði með bleiku smá brugðinn kant og heklaði svo með brúnu allan hringinn á kantinum. Svo prjónaði ég "I-cord" snúrur fyrir reimar, en aðferðin er sýnd hér til hliðar undir "kennsluvideo". Að lokum heklaði ég rós og saumaði á húfuna og ég setti inn link á video sem kennir hvernig á að hekla svona rós, það set ég líka undir "kennsluvideo". Ég notaði líka Merino blend garn í húfuna hennar og prjóna númer 4.
Hér koma svo myndir af þeim með húfurnar sínar :)
Bræðurnir sáttir með nýju húfurnar :)
Litla skottan var líka heldur betur ánægð með sína húfu :)
Og vildi helst bara ruslast með hana í allan morgunn :)
7 comments:
Flottar hufur à flottum krökkum :)
Rosalega eru þetta flottar húfur Fríða mín :)
Takk fyrir :)
Glæsilegar húfur Fríða, þú ert prjónasnillingur.
kv. Anna Eygló
Þessar eru algert æði. Finnst Pixie hat alltaf svo sæt.
Takk fyrir stelpur :)
Og takk fyrir kommentin allar, það er svo gaman að fá smá kvitt :)
I am sure this paragraph has touched all the internet people, its
really really good piece of writing on building up new blog.
my homepage :: the tao of badass
Post a Comment