Þegar ég var ólétt af yngsta barninu mínu, þá prjónaði ég handa henni bring it on teppið. En uppskriftina má sjá
hérna. Síðan þá hef ég alltaf ætlað að prjóna svoleiðis handa strákunum mínum, en enn hefur ekki gefist tími til þess. Um daginn fann ég svo þessa ótrúlega einföldu en flottu uppskrift af hekluðu teppi og ákvað að láta til skarar skríða og byrjaði á teppunum handa þeim. Nú er ég hálfnuð með fyrra teppið og vona að ég nái að klára þau fyrir sumarið (en er ekki svo viss, vegna tímaleysis í augnablikinu)
En
Hérna er uppskrift af teppinu.
Og hér kemur svo mynd af teppinu á síðunni þar sem ég fann uppskriftina :)
Uppskriftin fer svo að sjálfsögðu líka í "hekluppskriftir" hér til hliðar :)
1 comment:
Hvað fitjaðir þú upp margar lykkjur? Bara svona til þess að fá smá hugmynd um hver fjödinn ætti að vera :)
Post a Comment