Friday, March 28, 2014

Heklað kósý teppi í sófann :)

Ég var búin að eiga nokkrar dokkur af  þessu yndislega mjúka ullargarni sem var keypt í Hagkaup fyrir nokkrum árum. Ég vissi aldrei alveg hvað ég ætti að gera úr því, fyrr en núna um daginn þegar mér datt allt í einu í hug að hekla teppi til að hafa í sófanum mínum í stofunni :)

Þegar ég var um það bil hálfnuð með tepppið, þá sá ðeg að ég ætti ekki nærrin því nógu mikið garn til að klára teppið. Mamma átti nú samt nokkrar dokkur fyrir mig, en þegar það dugði ekki, prufaði ég að auglýsa eftir svona garni á facebook grúppu, því að garnið er löngu hætt að vera til á Íslandi. Viti menn, það voru tvær konur sem áttu garn handa mér!!! önnur þeirra gaf mér nokkrar dokkur og hin seldi mér nokkrar, á góðu verði :)

Ég náði semsagt að klára teppið mitt, og hér er það :)

Uppskriftin er svosem engin, bara upp úr mér, en ég lék mér bara með tvöföldum stuðlum og loftlykkum. Stærðin er c.a. 120cm * 210cm. Teppið er ansi litríkt, en ég held að það sómi sér bar vel í "svart-hvítu" stofunni minni ;)

No comments: