Saturday, October 30, 2010

Ungbarnateppi

Jæja, nú er ég loksins búin að klára Bring it on baby blanket ungbarnateppið.



Ég þurfti að hafa það í hlutlausum lit en vildi samt hafa það svoldið öðruvísi og endaði með þessa þrjá liti. Ég var bara nokkuð sátt :)


En ég veit að það er ekki öllum sem finnst þessir litir "passa" fyrir ungbarn ;) Hvað finnst ykkur ???

Hér er svo nærmynd af munstrinu.

Uppskriftin er hér til hliðar á ensku, en svo var ég líka búin að setja inn á bloggið íslenska þýðingu á uppskriftinni. En það var ein almennileg á handavinnuspjallinu á barnalandi sem þýddi hana fyrir mig :)

Íslensku uppskriftina má finna hérna neðar á blogginu.





15 comments:

Anna Lisa said...

Rosalega flott hjà thèr systa!!!! Thù ert dugleg!!! MÈr finnst litirnir finir saman og mjög typisk thinir litir
Klem

Fríða :) said...

Hehe, takk fyrir :) Ég er líka bara frekar sátt við litina. En þegar ég var að byrja á teppinu, þá var ég ekki alveg viss um litavalið :)

Anonymous said...

haha.. fyndið.. er að prjóna þetta teppi með nakvæmlega sömu litum.. plús ég er með hvítan lit með líka... :)
kveðja
laumulesari ;)

Fríða :) said...

Hehe, fyndið :) það væri gaman að sjá hvernig það kæmi út með hvítu líka :)

Þóra said...

Hvaða garn notarðu?

Fríða :) said...

Ég notaði smart garn í þetta teppi. En það er hægt að nota hvaða garn sem er í það. Bara að nota prjóna sem eru c.a. 2 stærðum stærri en garnið er gefið upp fyrir.

Anonymous said...

Rosalega flott hjá þér! Frábært framtak að setja þetta inn á íslensku er einmitt búin að skoða þetta lengi en ekki lagt í það að gera þetta á ensku.
Eitt sem mig langði samt að spyrja, eru lykkjurnar alltaf þær sömu sama hvaða garn maður notar?

kv. Árný

Fríða :) said...

Takk fyrir :)

En já, lykkjufjöldinn er alltaf sá sami. En því fínna garn sem þú notar því minna veðrur teppið.

Anonymous said...

Virkilega fallegt teppi Fríða!
knús,
Anna Eygló

Ása mamma hans Hauks Braga said...

ég er mjög hlynt öllu sem "passar" ekki þegar viðkemur litavali.... finst þessir litir gordöss

Fríða :) said...

Takk, takk fyrir hrósið stelpur :) Já, það er svoldið gaman að breyta svoldið til í litavali stundum :)

Anonymous said...

What's up colleagues, how is all, and what you want to say concerning this article, in my view its genuinely amazing in support of me.

Look into my page: the tao of badass

Anonymous said...

Thanks for finally talking about > "Ungbarnateppi" < Loved it!

Take a look at my page: tao of
badass

Anonymous said...

Hi! Quick question that's entirely off topic. Do you know how to make your site mobile friendly? My web site looks weird when browsing from my apple iphone. I'm trying to find a template or plugin that might be able
to resolve this problem. If you have any suggestions, please share.
Many thanks!

Here is my site: new cellulite treatment

Unknown said...

Rosalega flott hjá þér allt saman. Er buin að vera að skoða þessa flottu síðu hjá þér.
En ég finn þessa uppskrift hvergi.

P.S langaði líka að spyrja hvort þú hefur einhver tíman prjónað Opart teppið?