Monday, April 11, 2011

Hjálmhúfa

Ég prjónaði þessa húfu um daginn á dótturina :) Húfan er prjónuð úr æðislega mjúku ullargarni sem var keypt í Hagkaup. Þetta er mjög einföld uppskrift, en húfan er prjónuð í hring og þar af leiðandi þarf ekkert að sauma saman :) Ég var einn dag að prjóna hana :)


Uppskriftina fékk ég í bókinni Garn og Gaman.


Mér fannst litirnir svo mjúkir og æðislegir :)

3 comments:

Helga Björg said...

Mjög flott! Ég er búin að reyna að prjóna þessa blessuðu húfu en eftir fyrstu umferðina sem á að vera með eitthvað vesen þá enda ég alltaf með eitthvað asnalega fjölda af lykkjum.... 7 eða eitthvað álíka sem passar ekki alveg finnst mér!
Hún er s.s. rétt uppskriftin og ég að klúðra :) :)

Fríða :) said...

Æ, ég sá ekki þetta komment fyrr en núna ;/ En, já, uppskriftin er alveg rétt, en ég vona að þú sért búin að finna út úr því núna hvað þú varst að gera vitlaust :) Takk fyrir innlitið á síðuna mína og gangi þér vel með húfuna.

Anonymous said...

Hi !
I'm looking for a long time for the receipe of this helmet hat !
Do you know how I could get it ?
I don't speak icelandic but maybe I can find a way to translate once I have the receipe !
Thank you !
Armelle (France)
armelle.delabrosse@gmail.com