Sunday, May 13, 2012

Á prjónunum.

Nú langar mig að sýna ykkur hvað ég er með á prjónunum núna. É ger að prjóna lopapeysu á litlu snúlluna sem er rúmlega 14 mánaða. Uppskriftin er til í blaðinu LOPI 25 en hún er líka í bókinni "Prjónað úr íslenskri ull" Þá bók fékk ég í afmælisgjöf í janúar frá manninum mínum og börnum :) En hún var efst á óskalistanum mínum ásamt heklbókinni "Þóra" En í henni eru líka fullt af girnilegum og einföldum hekl uppskriftum :)

En í peysuna nota ég léttlopa og prjóna númer 4,5. Ég þarf að vera búin með peysuna FYRIR þann 27. mai, en ég byrjaði á henni í gær.... ég hlýt að ná því ;)


Jæja, en hér kemur allavega myndin :) Svo set ég að sjálfsögðu mynd inn líka þegar ég er búin með peysuna :)



1 comment:

Anonymous said...

Flott peysa á snúlluna.
Gangi þér vel.
Mamma.