Monday, June 14, 2010

Bylgjuteppi

Ég var að muna eftir uppskrift sem ég fann á netinu síðasta vetur af svona ungbarna-bylgjuteppi. Ég ákvað að setja uppskriftina hingað inn. Hún er hér til hliðar undir "uppskriftir"

Svo var ein á barnalandi sem íslenskaði hana fyrir mig, íslenska þýðingin er svona :

Byrjar á að fitja upp 110 lykkjur mjög laust.
Prjónar 4 umferðir slétt (2 garðar)
Byrjar munstrið:

Umferð 1: Prjóna 2 saman, prjóna 2 saman, slá bandinu upp á prjóninn, prjóna eina, slá bandinu upp á prjóninn, prjóna eina, slá bandinu upp á prjóninn, prjóna eina, slá bandinu upp á prjóninn, prjóna 2 saman, prjóna 2 saman. Endurtekið út umferðina.

Umferðir 2-4: Prjóna slétt.

Endurtekur umferðir 1-4 þangað til þér finnst teppið orðið nógu langt.
Endar á 4 umferðum slétt (2 görðum) og fellir mjög laust af.

Gangi ykkur vel :)




17 comments:

Anonymous said...

Var að skoða uppskriftina á ensku og gæti það passað að það á að nota prjóna nm 8 miðað við uppgefið á garni 4? Ég er einmitt að fara að prjóna þetta teppi :D
Kv. Sigrún

Fríða :) said...

Það er ágætt að nota prjóna sem eru c.a 2 númerum stærri en garnið er gefið upp fyrir. Ef garnið er gefið upp fyrir prjóna númer 4,5, þá er fínt að nota prjóna númer 6,5.

Anonymous said...

Takk fyrir að deila ... á örugglega eftir að dunda mér við að prjóna þetta :o)
Kv. Hafdís Helga

Fríða :) said...

Það var nú lítið :) Takk fyrir að skoða síðuna mína ;) Það er gott að einhver getur notað þessa síðu mína ;) Ég er ánægð á meðan ég er að gera eitthvað fyrir einhvern....

Anonymous said...

Síðan þín er bara snilld. Ég er búin að gera heilan helling úr prjónauppskriftonum sem þú hefur hérna til hliðar :D. Bara flott og skemmtilegt blogg :)
Kv. Sigrún

Fríða :) said...

Takk fyrir :) eins og ég sagði áðan, ég er ánægð ef síðan mín kemur að gagni fyrir einhvern :)

Anonymous said...

Er það rétt skilið hjá mér að umferð 2,3 og 4 eru prjónaðar slétt? Eða er umferð 1 og 3 eins og 2 og 4 eins?

frábær síða

-Linda-

Fríða :) said...
This comment has been removed by the author.
Fríða :) said...

Takk fyrir :)

Umferð 2,3 og 4 eru prjónaðar slétt (garðaprjón) en umferð 1 er prjónuð 2 saman, prjóna 2 saman, slá bandinu upp á prjóninn, prjóna eina, slá bandinu upp á prjóninn, prjóna eina, slá bandinu upp á prjóninn, prjóna eina, slá bandinu upp á prjóninn, prjóna 2 saman, prjóna 2 saman. Endurtekið út umferðina.

Gangi þér vel með teppið :)

Anonymous said...

Frábært blogg :)

Hvaða garn myndi henta í þessa uppskrift?
Var að hugsa um Mandarin petit en er með bakþanka og fór að spá í ullargarn, Kambgarið t.d.?

Kv,Guðrún

Fríða :) said...

Þú getur notað hvaða garn sem er í þetta teppi :)Ullargarn, bómullargarn eða bara hvað sem er :) Passaðu þig bara á að nota prjóna sem eru sirka 2 númerum stærri en garnið er gefið upp fyrir :)

Unknown said...

Góð síða,takk fyrir

Anonymous said...

æðislegt að finna hér uppskriftir á íslensku, ég skil ekki neitt í prjónauppskriftum á ensku, Takk fyrir æðislega síðu :D

Fríða :) said...

Gott að síðan mín kemur að góðum notum :)

Anonymous said...

It's an awesome article for all the online people; they will get benefit from it I am sure.

Feel free to surf to my blog the tao of badass

Anonymous said...

electronic cigarette reviews, ecigarette, electronic cigarette, vapor cigarette, electronic cigarettes, electronic cigarette

Unknown said...

Hæ ég er að reyna við teppið og hef alveg fylgt uppskriftinni en eftir fyrstu gataumferðina er ég með 137 lykkjur er það rétt eða á alltaf að vera 110 lykkjur